Raunverð

Skilmálar vegna www.raunverd.is

1. Aðilar og samþykki

1.1. Aðilar að skilmálum þessum eru Bílgreinasambandið og kaupandi inneignar á vefslóðinni www.raunverd.is (hér eftir „kaupandi“).

1.2. Með kaupum á inneign á www.raunverd.is (hér eftir „inneign“) samþykkir kaupandi skilmála þessa.

 

2. Skilgreining inneignar, notkun og kostnaður

2.1. Inneign veitir kaupanda aðgang að þjónustu sem veitt er af Bílgreinasambandinu á vefslóðinni www.raunverd.is. Í þjónustunni felst annars vegar að unnt er að slá inn upplýsingar um bifreið og fá mat á virði hennar (hér eftir „virðismatsþjónusta“) og hins vegar aðgangur að upplýsingum úr Ökutækjaskrá (hér eftir

„upplýsingaþjónusta“).

2.2. Kaupandi skal nota inneign í eigin þágu og í samræmi við skilmála þessa. Einungis kaupanda er heimilt að nota inneign og telst það til misnotkunar noti annar aðili inneign kaupanda. Hægt er að greiða með debetkorti eða kreditkorti. Kaupandi getur einungis verið einstaklingur sem ekki hefur atvinnu af viðskiptum með bifreiðar, svo sem með því að kaupa, selja eða leigja bifreiðar.

2.3. Við kaup er greitt afgreiðslugjald samkvæmt gjaldskrá Bílagreinasambandsins hverju sinni.

2.4. Um kostnað vegna inneignar fer eftir gjaldskrá Bílgreinasambandsins hverju sinni. Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskilur Bílgreinasambandið sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. Ekki er möguleiki á endurgreiðslu né skilum á þjónustu. Öll verð eru gefin upp með VSK.

 

3. Virðismatsþjónusta

3.1. Kaupandi getur á vefslóðinni www.raunverd.is slegið inn almennar upplýsingar um bifreið, svo sem framleiðanda, tegund, undirgerð, útfærslu, aflgjafa, gírskiptingu og árgerð, til að fá mat á fjárhagslegu virði slíkrar bifreiðar.

3.2. Mat á virði bifreiðar styðst við upplýsingar úr gagnagrunni Bílgreinasambandsins sem stafa frá bílaumboðum og bílasölum.

3.3. Gera má ráð fyrir að viðmiðunarverð sé líklegra til að vera rétt eftir því sem bifreið er nýrri. Ekki er unnt að meta virði bifreiða sem eru tíu ára og eldri á hverjum tíma.

3.4. Gera má ráð fyrir að viðmiðunarverð sé líklegra til að vera rétt eftir því sem tegund bifreiðar er algengari á Íslandi. Gera má ráð fyrir að eftir því sem bifreið er sjaldgæfari og sérstakari aukist líkur á ónákvæmni viðmiðunarverðs. Hið sama á við ef bifreið er sérpöntuð til Íslands eða ef um er að ræða breytta bifreið.

3.5. Með því að nýta sér virðismatsþjónustu getur kaupandi fengið vísbendingu um virði bifreiðar. Aftur á móti er ekki hægt undir nokkrum kringumstæðum að líta á matið

sem ófrávíkjanlegt enda geta ýmsar breytur haft áhrif í því sambandi. Þar af leiðandi ábyrgist Bílgreinasambandið ekki að mat á virði bifreiðar sé rétt.

 

4. Upplýsingarþjónusta

4.1. Kaupanda er kunnugt um að Bílgreinasambandið miðlar upplýsingum með beinlínutengingu við gagnagrunn Samgöngustofu og er Samgöngustofa ábyrgðaraðili upplýsinganna.

4.2. Aðgangur að upplýsingum úr Ökutækjaskrá er veittur á grundvelli samnings kaupanda við Bílgreinasambandið, starfsreglna Samgöngustofu um upplýsingamiðlun úr Ökutækjaskrá og laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

4.3. Einungis kaupandi hefur heimild til að gera fyrirspurnir í Ökutækjaskrá og má hann ekki afhenda öðrum lykilorð sín eða kynna með öðrum hætti aðgangsauðkenni sín. Kaupanda ber að gæta þess sérstaklega að óviðkomandi aðilar komist ekki yfir auðkenni sem veita aðgang að upplýsingunum.

4.4. Allar upplýsingar sem kaupandi sækir eru trúnaðarmál og mega ekki afhendast öðrum, þ.e. kaupandi má einungis nota upplýsingarnar í sína eigin þágu og er kaupandi bundinn þagnarskyldu um innihald upplýsinga gagnvart aðilum er ekki þurfa að hafa vitneskju um innihaldið. Opinber birting þeirra er einnig óheimil. Persónuupplýsingar má aldrei birta opinberlega.

4.5. Kaupanda er óheimilt að breyta upplýsingum sem fengnar eru úr Ökutækjaskrá.

4.6. Kaupanda er heimilt að vista upplýsingar úr Ökutækjaskrá eftir því sem við á, en honum er óheimilt að safna þeim í sérstakan gagnagrunn yfir ökutæki.

4.7. Kaupandi skal kynna sér starfsreglur Samgöngustofu um upplýsingamiðlun úr Ökutækjaskrá sem hægt er að nálgast hér.

 

5. Gildistími, endurnýjun, fyrning o.fl.

5.1. Inneign er unnt að nota í fjögur almannaksár frá þeim tíma er kaupandi kaupir hana eða frá því að hann síðast notar hana. Eftir að gildistími inneignar er runninn út er inneign ekki lengur aðgengileg kaupanda og telst fallin niður.

5.2. Kaupanda er heimilt að bæta við inneign sína ótakmarkað, þó að lágmarki 150 krónur og að hámarki 1950 krónur hverju sinni.

5.3. Kaupandi getur ekki krafist innlausnar á inneign sinni.

5.4. Inneign fyrnist eftir ákvæðum laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda.

 

6. Misnotkun og ábyrgð

6.1. Heimilt er að fella niður aðgang kaupanda án fyrirvara, komi í ljós vanefndir á skyldum vegna aðgangs eða misnotkun upplýsinga af hans hálfu.

6.2. Misnotkun inneignar af hálfu kaupanda og/eða annarra kann að varða við lög.

6.3. Sérhver ágreiningur vegna kaupa á vöru og/eða þjónustu, þar sem stuðst er við virðismats- og/eða upplýsingaþjónustuna, er Bílgreinasambandinu alfarið óviðkomandi og án ábyrgðar fyrir það. Bílgreinasambandið ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast af því að stuðst er við virðismats- og/eða upplýsingaþjónustuna.

6.4. Bílgreinasambandið er ekki ábyrgt fyrir tjóni sem verður vegna lagaboða, aðgerða stjórnvalda, náttúruhamfara, stríðs, verkfalls, verkbanns eða annarra slíkra aðstæðna, rafmagnstruflana eða rafmagnsleysis, né vegna truflana í símkerfi eða öðrum boðleiðum eða samgöngum.

6.5. Kaupandi ábyrgist tjón Bílgreinasambandsins, sem verður vegna vanrækslu kaupanda við vörslu eða notkun inneignar.

 

7. Glötuð lykilorð eða önnur aðgangsauðkenni, tilkynningar o.fl.

7.1. Ef kaupandi glatar lykilorði eða öðrum aðgangsauðkennum sínum eða verður var við misnotkun inneignar ber honum að tilkynna Bílgreinasambandinu um það með sannarlegum hætti eins fljótt og verða má svo unnt sé að loka fyrir inneignina.

7.2. Kaupandi er ábyrgur fyrir notkun inneignar í hans nafni þar til tilkynnt er um að lykilorð eða önnur aðgangsauðkenni séu glötuð eða að inneign hafi verið misnotuð. Athugið að ekki er unnt að loka fyrir inneign nema gefið sé upp notendanafn (kennitala í tilfelli innskráningar með íslykil en netfang annars).

7.3. Ef lokað er fyrir inneign vegna tilkynningar samkvæmt grein 7.1 getur kaupandi fengið nýja inneign með eftirstöðvum þeirrar gömlu á þeim tíma þegar lokað var fyrir hana. Við slíkar aðstæður ber kaupanda að greiða afgreiðslugjald samkvæmt gjaldskrá Bílgreinasambandsins hverju sinni.

7.4. Allar tilkynningar kaupanda til Bílgreinasambandsins samkvæmt skilmálum þessum skal kaupandi senda á tölvupóstfangið bgs@bgs.is.

7.5. Skilmálar þessir eru í gildi frá og með 17.02.2017.

 

8. Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða þegar móttaka á sér stað.

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

 

Upplýsingar um seljanda

Bílgreinasambandið
kt. 440181-0159
Borgartún 35
105 Reykjavík
s. 568 1550

bgs@bgs.is
VSK - númer: 43787