Raunverð

Notaðir bílar


Þegar notaðir bílar eru seldir og keyptir velta seljendur og kaupendur oft fyrir sér hvað er rétt söluverð eða rétt kaupverð á notuðum bíl. Einmitt þess vegna hefur Bílgreinasambandið þróað Raunverð.is til þess að gera viðskipti með notaða bíla auðveldari og auka gegnsæi. Í gegnum Raunverd.is er hægt að nálgast upplýsingar um hvað notaðir bílar hafa verið að seljast á gegn vægu gjaldi.

Það má alltaf deila um hvað er rétt verð á notuðum bíl en með því að fá upplýsingar um hvað aðrir samskonar og sambærilegir bílar hafa selst á er auðveldara að eiga bílaviðskipti með notaða bíla sem eru sanngjarnari og gegnsærri en áður hefur þekkst.

Notaðir bílar verð


Notaðir bílar verð er algeng leit á leitarvélum og hingað til hefur verið erfitt að svara þessari spurningu. Með tilkomu Raunverð.is er mun auðveldara að ákveða verðlagningu á bílum og fyrir kaupendur að taka atfstöðu hvort ásett verð sé í takt við raunverulegt söluverð bíla. Verð á notðum bílum getur breyst hratt. Margir þættir geta spilað þar inn í, verð á eldsneyti, nýir og sparneytnari bílar, aðstæður í þjóðfélagi, framboð á notuðum bílum o.s.frv. Það getur því verið mjög dýrmætt að leita sér upplýsinga um söluverð notaðra bíla á Raunverd.is bæði fyrir seljanda sem vill selja bílinn nokkuð hratt og eins fyrir kaupanda sem leitar eftir að borga gott markaðsverð fyrir bílinn.

Notaðir bílar til sölu

Víða eru notaðir bílar til sölu bæði hjá umboðum og bílasölum en einnig í gegnum vefsíður og samfélagsmiðla þar sem eigendur eru að selja milliliðalaust. Það er mikilvægt við kaup á notuðum bíl skoða hann vel. Mjög gott er að leita til fagaðila sem gefa sig út fyrir að framkvæma söluskoðun á notuðum bílum. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á verð notaðra bíla og ástand þeirra er þar einn af lykilþáttum. Það er því mikilvægt að skoða og greina vel söluverð á notuðum bílum inni á Raunverd.is og taka svo með í reikninginn ástandið á þeim bíl sem verið er að skoða.

Skráð söluverð á notuðum bílum inni á www.raunverd.is geta í einhverjum tilfellum verið lægri vegna óvenjulegs ástands á einstaka ökutæki en í þeim tilfellum þar sem söluverð á notuðum bíl er langt frá því sem gengur og gerist þá er það söluverð ekki tekið inn í niðurstöður á þanngi bílum. Ástæðan er sú að sölur á bílum sem eru bilaðir, hafa lent í tjóni eða eru verðlagðir langt undir eða yfir markaðsvirði af einhverjum ástæðum geta ekki skekkt heildmyndina á markaðsvirði slíkra bíla.

Að kaupa notaðan bíl

Sumir eru hikandi þegar kemur að því að kaupa notaðan bíl. Með markvissum athugunum er hægt að lágmarka áhættu við kaup á notuðum bíl. Við kaup á notuðum hlutum fylgir alltaf ákveðin áhætta en með vandaðri söluskoðun hjá fagaðila eins og bent var á hér að ofan og einnig vandlega skoðun kaupanda þá ertu öruggari með kaupin. Það er ekki nægjanlegt að skoða notaða bíla vel það er mikilvægt að skoða og meta hvernig viðhald og þjónustu bílar hafa fengið og einnig mjög mikilvægt að kanna veðbandayfirlit áður en gengið er frá kaupum. Löggiltir bílasalar annast bílaviðskipti eftir ströngum reglum sem veita ákveðið öryggi.

Það fylgir því ákveðin áhætta að eiga viðskipti milliliðalaust en með markvissum skoðunum og könnun á öllum lykilþáttum í bílaviðskiptum minnkar slík áhætta verulega.

Hvort sem þú ert að kaupa eða selja notaðan bíl þá er mikilvægt að átta sig á því hvers virði er bíllinn. Raunverð veitir upplýsingar raunverulegt söluverð notaðra bíla.